Sérsveitarmenn lögreglunnar handtóku í nótt einstakling sem talið var að hefði komið til Eyja með skotvop. Viðkomandi hafði tilkynnt að hann ætlaði að vinna sér mein en talið var að skotvopnin væru um borð í bát sem lá í Vestmannaeyjahöfn. Maðurinn reyndist vera ölvaður og engin skotvopn fundust um borð í bátnum.