Lögreglan í Vestmannaeyjum áætlar að um 14 þúsund manns hafi verið í Brekkusöngnum á Þjóðhátíð 2011. Stormurinn sem átti að gera Þjóðhátíðargestum lífið leitt náði aldrei inn í Herjólfsdal því hátíðarsvæðið var í skjóli frá austanáttinni en um leið og komið var að hliðinu inn á svæðið, blés hressilega. Flestir eru sammála um að hápunktur hátíðarinnar sé Brekkusöngurinn, blysin og flugeldasýningin en í kjölfarið taka tónlistarmenn þjóðhátíðarlagið ódauðlega Lífið er yndislegt. Fjölda mynda má sjá hér að neðan auk tveggja myndbanda.