Vegna þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað í fjölmiðlum í kjölfar Þjóðhátíðar vill starfsfólk sálgæslu koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri: Starfsmenn sálgæslu eru ótengdir ÍBV en koma að störfum í Herjólfsdal fyrir Þjóðhátíðarnefnd. Sálgæslustarfsmönnum er ætlað að aðstoða gæslufólk þegar aðstoða þarf fólk í uppnámi og til að aðstoða fólk sem verður fyrir ýmis konar áföllum og veita þar sálræna skyndihjálp. Sálgæsluaðilar og barnaverndarstarfsmenn eru með vaktsíma alla þjóðhátíðina.