ÍBV vann í kvöld afar sannfærandi sigur á Fylki en liðin mættust í Árbænum. Eyjamenn höfðu algjöra yfirburði, sérstaklega í seinni hálfleik og hefðu að ósekju mátt skora fleiri mörk en lokatölur urðu 3:1. Mark Fylkismanna kom nánast eins og þruma úr heiðskýru lofti enda höfðu þeir varla komist inn í vítateig ÍBV í síðari hálfleik. Með sigrinum komst ÍBV upp fyrir Valsmenn, sem gerðu jafntefli gegn Grindavík í kvöld.