Leitar vitna vegna kynferðisbrots við hljóðskúr brekkusviðs
4. ágúst, 2011
Lögreglan leitar að vitnum vegna rannsóknar á kynferðisbroti sem mun hafa átt sér stað aðfaranótt mánudagsins 1. ágúst við hljóðskúr Brekkusviðsins í Herjólfsdal. Kona á þrítugsaldri hefur lagt fram kæru í málinu en lögreglan óskar eftir vitnum að átökum manns eða tveggja manna við konuna á þessum stað milli 1:30 og 2:00 um nóttina.