Danka Podovac sá til þess að ÍBV náði í stig í kvöld þegar ÍBV tók á móti Breiðabliki í kvöld á Hásteinsvellinum. Grenjandi rigning var á meðan leiknum stóð en leikmenn létu það ekkert á sig fá. Fyrsta markið kom á 39. mínútu þegar Elísa Viðarsdóttir varð fyrir því óláni að skora í eigið mark og staðan í hálfleik var 0:1 Breiðablik í vil.