Jórunn Lilja Jónasdóttir og Birkir Thór Högnason, í samvinnu við Leikfélag Vestmannaeyja, Höllina og Godthaab í Nöf, munu þann 24. september næstkomandi standa fyrir stórtónleikum í Höllinni. Þar munu verða flutt öll helstu og bestu lög úr sögu Leikfélags Vestmannaeyja. Margir leik- og söngvarar koma fram á tónleikunum en lagt er áherslu á að lög séu flutt af upprunalegum flytjendum úr verkum félagsins.