Kvennalið ÍBV mætir Þrótti á Valbjarnarvellinum í Laugardal í kvöld í 13. umferð Pepsídeildar kvenna. Þróttur er í mikilli fallhættu, liðið er í næst neðsta sæti, fjórum stigum frá öruggu sæti og berst nú fyrir lífi sínu í efstu deild. ÍBV, sem fyrripart sumars var í toppbaráttunni, hefur fært sig aðeins neðar og er nú í baráttu við Þór/KA og Fylki um þriðja sæti deildarinnar.