Dr. Erpur Snær Hansen segir í viðtali Morgunblaðsins í dag að allt stefni í að lundastofninn hverfi algjörlega í Vestmannaeyjum ef þróun stofnsins haldi áfram eins og verið hefur en Erpur segir að tuttugu ár séu eftir að hlýindaskeiðinu sem nú er á Íslandi. Lundavarp hefur að miklu leyti misfarist í Eyjum undanfarin sumur en talið er að um 830 þúsund pör af lunda haldi til í Eyjum. Til samanburðar er talið að lundastofninn á norðurlandi sé á bilinu 200 til 300 þúsund pör.