Þegar Herjólfur fer í slipp í byrjun september, mun Breiðafjarðarferjan Baldur leysa hann af og halda uppi siglingum milli lands og Eyja. Margir Vestfirðingar eru hinsvegar ekki mjög ánægðir með að missa Baldur eins og sjá má á þessu greinarkorni sem birtist á vefnum bb.is. Segja þeir furðulegt að leggja eigi ferðaþjónustu á suðurfjörðum Vestfjarða af, þegar Baldur verður sendur til Eyja.