Þann 17. september nk. verður hið árlega lundaball haldið í Höllinni. Álseyingar, sem að þessu sinni sjá um ballið, segja undirbúning ganga vel og að ballið verði glæsilegra en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir veiðibann á lunda í Eyjum þá eru Álseyingar búnir að útvega lunda, svartfugl og annað nauðsynlegt góðmeti fyrir ballið þannig að allt verður með hefðbundnu sniði í þeim efnum. Álseyingar segja að til viðbótar þessu hefðbundna verði síðan boðið upp á nýjungar í villibráð, sem aldrei áður hafi verið bornar fram á lundaballi.