Vestmannaeyingar hafa það orðspor að vera miklir tónlistarmenn. Eyjalögin eru landsfræg og ríkt tónlistarlíf er, og hefur alltaf verið, hluti af menningu Eyjamanna. Sem barn hafði ég ekki neinn sérstakan áhuga á tónlist. Tvær „þróanir“ urðu þó til þess að breyta því. Fyrsta þróunin varð þegar breska hljómsveitin Prodigy gaf út lagið Firestarter og ég komst að því að öll tónlist væri ekki bara „vælutónlist“.