Guðmundur Þórarinsson framlengdi í síðustu viku samningi sínum hjá ÍBV um tvö ár. Guðmundur, sem er fæddur og uppalinn á Selfossi, þykir einn af efnilegustu knattspyrnumönnum landsins og þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall, hefur hann talsverða reynslu af efstu deild. Þessi hressi miðjumaður var til í smá spjall af þessum tímamótum.