Vestmannaeyjabær greiðir ungmennum í Vinnuskólanum hærri laun en í Reykjavík, Akureyri og Skagafirði. Þannig borgar Vestmannaeyjabær um 30% hærri laun fyrir nemendur í 8. bekk en þar sem þau eru lægst, 42% hærri laun fyrir nemendur í 9. bekk og 33% hærri laun fyrir nemendu rí 10. bekk. Í tveimur síðastnefndu bekkjunum er borið saman við laun í Reykjavík.