Ingvi Hrafn á að skammast sín fyrir ummæli um Eyjamenn
14. ágúst, 2011
Oft horfi ég á sjónvarpsstöðina ÍNN og hef gaman af. Þar eru margir áhugaverðir og skemmtilegir þættir. Gaman er að fylgjast með Hrafnaþingi að maður tali nú ekki um þegar Heimastjórnin mætir í þáttinn. Ef til vill er enn meira gaman fyrir okkur sem teljumst aðeins til hægri að hlusta heldur en gallharða vinstrimenn. Þessi sjónvarpsstöð er ein helsta málsvörn andstæðinga núverandi vinstri stjórnar. Oft finnst mér Ingvi Hrafn nálgast málefnin á skemmtilegan hátt og draga upp einfalda og skýra mynd af mönnum og málefnum.