Vestmanneyjahlaupið fer fram á laugardag kl. 12.00. Þrjár vegalengdir eru í boði, 5, 10 og 21 kílómetri og allir ræstir á sama tíma frá Íþróttamiðstöðinni. Búist er við á annað hundrað keppendum en þetta er í fyrsta skipti sem svo stórt hlaup fer fram í Vestmannaeyjum. Tímataka verður með lögmætum hætti og ef vel tekst til vonast skipuleggjendur til að hlaupið festist í sessi og verði árlegur viðburður.