Vestmannaeyjahlaupið setur mikinn svip á bæjarlífið í Eyjum í dag. Út um allt má sjá hlaupahópinn, starfsfólk þess og áhorfendur. Veður verður varla betra til þessa hlaups, sólskin og hægur vindur og frekar svalt. Egill Egilsson var á ferðinni með myndavélina og smellti af nokkrum myndum til að fanga stemmninguna.