Í dag klukkan 16:00 tekur ÍBV á móti Þór Akureyri á Hásteinsvelli í 18. umferð Pepsídeildar karla. Þórsarar hafa farið illa með ÍBV í sumar, unnið þá í tvígang á Akureyrirvelli, 2:1 í Pepsídeildinni og 2:0 í bikarkeppninni. Leikurinn í dag hefur síst minna vægi en bikarleikurinn því með sigri gætu Þórsarar svo gott sem tryggt sér sæti í Evrópukeppninni. Sigur hjá ÍBV gæti hins vegar komið Eyjamönnum upp í efsta sætið.