Eyjamenn halda toppsætinu sem þeir náðu í dag með sigrinum á Þór. Lokatölur urðu 3:1 en Aaron Spear gerði tvö mörk og Andri Ólafsson eitt eftir að Eyjamenn höfðu lent 0:1 undir. Nú rétt í þessu var leik FH og KR að ljúka með sigri FH, 2:1 en það þýðir að Eyjamenn halda toppsætinu enn um sinn. KR-ingar eiga þó alltaf leik til góða gegn Keflavík á útivelli.