Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV hættir með liðið eftir tímabilið í haust. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV-íþróttafélagi. Eyjamenn hafa þegar fundið eftirmann Heimir en það er fyrrum þjálfari ÍBV og núverandi þjálfari 1. deildarliðs Hauka, Magnús Gylfason. Magnús hefur ávallt haldið sterkum tengslum við ÍBV eftir að hann þjálfaði Eyjaliðið á árunum 2003-2004 en síðara árið endaði ÍBV í 2. sæti deildarinnar. Fréttatilkynninguna má lesa hér að neðan.