Landeyjahöfn kostar 1.400 milljón minna en upphaflega var gert ráð fyrir
15. september, 2011
Í fjölmiðlum seinustu daga hefur verið fullyrt að kostnaður við Landeyjahöfn hafi farið fram úr áætlun. Þessar fullyrðingar hafa byggst á svari innanríkisráðherra við fyrirspurnum á alþingi. Í svari innanríkisráðherra um framkvæmdir og kostnað við Landeyjahöfn kom m.a. fram að áætlaður stofnkostnaður við framkvæmdir til ársloka 2014 er 3.400 millj. kr. (á verðlagi hvers árs) og áfallinn heildarkostnaður 1. ágúst 2011 var 3.260 millj. kr.