Nokkrar lundapysjur hafa fundist í Vestmannaeyjabæ en til þessa hefur verið talið að viðkomubrestur lundastofnsins í Vestmannaeyjum væri svo gott sem algjör. Reyndar er ekki mikið af pysjum, Eyjafréttir hafa heyrt af þremur sem hafa fundist en tvær þeirra hafa verið í góðum holdum.