Undir hádegið þann 16. september sl. var lögreglu tilkynnt um alvarlegt vinnuslys við nýbyggingu við Litlagerði. Talið var að maður hefðii fallið úr stiga og að fallið hafi verið 5 til 6 metrar. Maðurinn var alvarlega slasaður á hálsi og var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík.