Um helgina fer fram þrekmótið 5×5 áskorunin en mótið er hluti af EAS þrekmótaröðinni og er mótið í Eyjum lokamótið. Því verða krýndir Íslandsmeistarar á glæsilegu lokahófi í Höllinni á laugardag en þetta er annað árið í röð sem síðasta mótið er haldið í Eyjum. Eyjamenn eru hvattir til að kíkja við í íþróttamiðstöðinni en mótið hefst klukkan 9:00 á laugardagsmorgun. Nokkrir Eyjamenn hafa skráð sig í mótið, m.a. tvö lið frá Hressó.