Fjármálafrumvarpið ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur gerir ráð fyrir að framlög til Landeyjahafnar lækki um 103 milljónir frá gildandi fjárlögum þar sem framkvæmdir dragast saman og verða 100 milljónir króna. Framlaginu verði varið til landgræðslu á Landeyjasandi, lóðafrágangs, dýpkunar á sandrifi og breytinga á ferjuaðstöðu í Vestmannaeyjum.