Nú er unnið hörðum höndum að dýpkun í Landeyjahöfn, dýpkunarskipin Skandía og Perlan eru þar við dælingar. Stefnt er að því að mæla dýpi hafnarinnar á miðvikudag eða fimmtudag og því höfum við ákveðið að festa siglingar í Þorlákshöfn n.k. fimmtudag en bíða með að ákveða um framhaldið þar til niðurstöður mælinga liggja fyrir.