„Ekki kemur til greina að hróflað verði við siglingum Baldurs um Breiðafjörðinn til að leysa vanda Vestmannaeyja nema til komi jafngóð eða betri lausn á Breiðafjarðasiglingum,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Þá segir í ályktuninni að finna þurfi jafngóða eða betri lausn á siglingum um Breiðafjörð áður en ákveðið verður að Breiðafjarðarferjan Baldur taki við Herjólfi í siglingum til Vestmannaeyja.