Í tilefni að bréfi sem ÍBV-íþróttafélag ritar til fjölskyldu- og tómstundaráðs og birt er á heimasíðu Frétta vill framkvæmdastjóri fjölskyldu- og tómstundaráðs koma eftirfarandi á framfæri. Erindi það sem ÍBV-íþróttafélag sendi til Vestmannaeyjabæjar þann 25. október sl. var tekið til meðhöndlunar og afgreiðslu eins og öll önnur erindi sem berast sveitarfélaginu. Erindi þau sem berast sveitarfélaginu og flokkast ekki sem trúnaðarmál eru opinber gögn eftir að þau hafa fengið efnislega meðhöndlun. Samkvæmt upplýsingalögum ber sveitarfélaginu að afhenda þau gögn ef þess er krafist. Bréf ÍBV-íþróttafélags flokkast sem slíkt gagn.