Herjólfur mun sigla samkvæmt áætlun á morgun, sunnudag og verður fyrr ferð dagsins farin frá Eyjum klukkan 8:00. Bilun í stýrisbúnaði olli því að skipið sigldi ekkert í dag, laugardag á meðan unnið var að bráðabirgðarviðgerð. Viðgerð lauk undir kvöld og var farið í prufusiglingu sem gekk vel.