Tveir danskir leikmenn verða til reynslu hjá ÍBV um helgina en þetta eru þeir Kenneth Stenild Nielsen, markvörður og Christian Olsen, sóknarmaður. Nielsen var um tíma til reynslu hjá ensku stórliðunum Arsenal og Manchester United og hefur spilað með öllum yngri landsliðum Danmerkur en varnarmaður ÍBV, hinn danski Rasmus Christiansen mælir sérstaklega með honum. Olsen þykir eldfljótur og fékk m.a. viðurnefnið Speedy. Nánari upplýsingar um leikmennina má sjá hér að neðan.