Ester Óskarsdóttir, leikmaður ÍBV hefur verið valin í 19 manna leikmannahóp íslenska landsliðsins í handbolta. Liðið leikur heima og heiman gegn Sviss í undankeppni EM en leikirnir fara fram 22. og 25. mars. Síðari leikurinn verður leikinn í Vodafonehöllinni í Reykjavík. Ester hefur leikið mjög vel með ÍBV í vetur og kemur ekki á óvart að hún skuli vera kölluð inn í íslenska landsliðið.