Rólegt var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í síðustu viku og frekar fámennt á skemmtistöðum bæjarins enda mikil vinna í í Eyjum til sjós og lands. Eitthvað þurfti þó lögreglan að aðstoða fólk vegna ölvunarástands. Einn aðili þurfti aðstoða við að komast undir læknishendur þar sem sauma varð hann en hann hafði dottið og skorið sig illa á augabrún