Í dag kveð ég félaga minn Steingrím Jóhannesson sem lést langt um aldur fram þann 1. mars sl. Steingrímur er kunnur fyrir sín tilþrif á knattspyrnuvellinum þar sem hann var dáður af fylgismönnum ÍBV og virtur af leikmönnum annarra liða sem og dómara. Hann var traustur og öflugur félagi og umfram allt einn af fremstu knattspyrnumönnum Eyjanna. Hann var prúður á velli, fyrirmyndarleikmaður knattspyrnunnar þar sem hann beitti hæfileikum sínum til að efla gæði og skemmtanagildi íþróttarinnar.