Eyjamanninum og knattspyrnukappanum Elíasi Fannari Stefnissyni er greinilega margt til lista lagt. Hann hefur reglulega komið fram á hinu ýmsu uppákomum, einn með gítarinn og í gær gerði hann gott betur því hann bar sigur úr býtum í Trúbadorakeppni útvarpsstöðvarinnar FM957.