Áhöfnin á Bylgju VE 75 fékk viðurkenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir að hafa sýnt öðru fremur góða öryggisvitund á námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna. Afhendingin fór fram á Sjómannadaginn en skipstjóri Bylgju VE, Óskar Matthíasson, tók við viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar. Viðurkenningin er veitt árlega og er farandbikar sem er afhentur til varðveislu um borð í viðkomandi skipi í eitt ár, ásamt veggskildi til eignar.