Sjö tinda gangan verður haldin á morgun, föstudaginn 22. júní. Gangan hefst í Herjólfsdal en göngugörpunum verður skipt í tvo hópa. Þeir sem vilja fara hægt yfir og eru t.d. lofthræddir, leggja af stað klukkan 18:00 en þeir sem vilja fara hratt yfir, leggja af stað klukkan 20:00.