Guðrún Erlingsdóttir hefur tekið ákvörðun um að bjóða sig fram í 2. til 3. sætis á lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Guðrún, sem síðast starfaði fyrir VR, hefur einu sinni setið á Alþingi, þá sem varaþingmaður fyrir Róbert Marshall en Guðrún sat á þingi í fimmtán daga í október 2009. Guðrún hefur verið virk í stjórnmálum undanfarin ár, sat m.a. í bæjarstjórn Vestmannaeyja og er í dag varamaður Vestmannaeyjalistans í bæjarstjórn.