Forvarnir voru í brennidepli í Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum í dag. Hefðbundið skólastarf var lagt til hliðar um tíma og þess í stað sest niður til að ræða hinar ýmsu hliðar þessara mála. Nemendur yngri en 18 ára ræddu vímuefnanotkun á meðal unglinga og nemendur 18 ára og eldri ræddu forvarnir gegn einelti.