Eitt versta veður í manna minnum, ofsaveðrið Sandy, gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna og er eyðileggingin gríðarleg af völdum sjávarflóða, mikillar úrkomu og vinds. Eftir að hafa valdið dauða og eyðileggingu á Jamaica og Kúbu náði veðrið til sjö ríkja Bandaríkjanna og Kanada og hafði áhrif á líf 60 milljóna manna. Stórborgin New York hefur verið meira og minna lömuð frá því veðrið skall á undir kvöld á sunnudaginn.