�?tluðu að brjótast inn en réðust á húsráðanda sem kom að þeim
25. mars, 2013
Nokkur erill var hjá lögreglu í vikunni sem leið og hin ýmsu mál sem upp komu, enda lögreglustarfið fjölbreytt. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og lítið um að lögreglan hafi þurft að hafa afskipti af gestum öldurhúsanna.Að kvöldi 19. mars sl. var lögreglu tilkynnt um líkamsárás fyrir utan Vestmannabraut 33 en þarna hafði húsráðandi komið að tveimur mönnum sem voru við heimili hans og réðist annar mannanna á húsráðandann sem flúði af vettvangi.