Bílabúð Benna heimsótti Vestmannaeyjar, helgina 21. og 22. september, með sýningu á Chevrolet og Porsche bílunum. Við sama tækifæri var Bíla – og vélaverkstæðið Nethamar boðið velkomið í hóp viðurkennda þjónustuaðila Chevrolet á landsbyggðinni. Nethamar var stofnað árið 1993 og rekur félagið netaverkstæði, vélaverkstæði og almennt bílaverkstæði.