Heimamennirnir blómstra
Eyjamenn voru að vonum ánægðir eftir sigurinn á FH á útivelli í gær í Olísdeild karla en ÍBV hafði betur 22:27. Eyjamenn komust þar með upp í þriðja sæti deildarinnar, eru aðeins stigi á eftir FH og eiga auk þess leik til góða gegn Akureyri á heimavelli. Eyjaliðið hefur komið mörgum á óvart í vetur en flestir áttu von á því að erlendu leikmennirnir yrðu í burðarhlutverkum hjá ÍBV í vetur. En Eyjamenn létu þá fara í síðustu viku, enda hafa heimamenn blómstrað í liðinu. Leikmenn eins og Andri Heimir Friðriksson, Theodór Sigurbjörnsson, Grétar Eyþórsson, Sindri Haraldsson og Magnús Stefánsson hafa blómstrað í vetur. Allir hafa þeir gengið í gegnum hreinsunareldinn með liðinu, verið í miðjumoði í 1. deild en eru nú komnir í toppbaráttu í efstu deild og liðið hefur vakið verðskuldaða athygli.
�??�?að má segja að þessir strákar hafi blómstrað,�?? sagði Gunnar Magnússon, annar tveggja þjálfara ÍBV eftir leikinn. �??Teddi og Grétar hafa blómstrað í hornunum og Andri Heimir hefur átt frábært �??season�??. Aggi hefur stigið rosalega upp og hefur tekið miklum framförum. Svo ertu með Sindra og Guðna í vörninni og Magga fyrir framan. �?essir strákar hafa allir blómstrað í vetur, hafa verið frábærir. �?að er ekkert gefið að Eyjamenn spilum handbolta á þessum árstíma. �?að var svo gaman að fá að spila enda ekkert búnir að spila í tvær vikur, þó við værum þreyttir þá hefðum við glaðir viljað halda áfram í 30 mínútur, við höfum svo rosalega gaman af þessu. �?að skein úr andlitunum á öllum hvað þeir voru að leggja sig fram. Svo fengum við markvörsluna upp í seinni hálfleik og það hefur sýnt sig, þegar við fáum markvörsluna, þá erum við helvíti erfiðir.�??
Hér að neðan má sjá myndbandsviðtöl Sportsins við þá Gunnar, Andar Heimi og Theodór eftir sigurinn á FH.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.