Hugmyndasamkeppni um nafn á menningarhús Vestmannaeyja (gamla Féló)
Fyrir bæjarráði lá fundargerð stýrihóps um nýtt menningarhús í Vestmannaeyjum (gamla Féló) þar sem meðal annars er fjallað um samkeppni sem haldin var um nafn á menningarhúsið. Fram kemur að stýrihópurinn mælir með nafninu �??Menningarhúsið Kvika�?� og eru þrjár tilvísanir tilgreindar sem helstu rök.
Bæjarráð samþykkir fundargerðina og nafngiftina þar með:
1. Uppsprettulind , gefur góða lýsingu á megin starfsemi hússins sem er leiklist og tónlist.
2. Hafið; Brim, öldurót, brotsjór, bylgja. Vestmannaeyjar eru samfélag sem á allt sitt undir hafinu og því sem það hefur að gefa.
3. Bráðið berg. Saga Vestmannaeyja með tilliti til eldgossins á Heimaey árið 1973.
�?ar með endurspeglar nafnið tengingar inn í þá þrjá megin stólpa sem saga Eyjanna er hvað þekktust fyrir. Lífið á sjónum og verstöðin Vestmannaeyjar, eldgosið, og blómlegt menningar- og tónlistarlíf.