Endurvinnslustöðin í Vestmannaeyjum er lokuð eins og stendur. �??Ástæðan er einföld, nú er allt of hvasst við stöðina og hætta bæði á að bílar skemmist enda grjótfok á staðnum. Auk þess er erfitt að athafna sig á svæðinu og í raun ekkert vit í því að vera á ferðinni á nýja hrauni,�?? sagði Helgi Hjálmarsson, starfsmaður Kubbs sem hefur umsjón með endurvinnslustöðinni. �??Við ætlum að sjá til þegar líða tekur á daginn hvort hægt verði að opna aftur og tilkynnum það um leið og það gerist.�??
Samkvæmt athugun á Stórhöfða klukkan 10 var meðalvindhraði þar 32 metrar á sekúndu en fór upp í 39 metra í mestu hviðunum. Spáð er áframhaldandi hvassviðri í dag en lægir þegar líða tekur í nótt.