Í kvöld klukkan 19:30 tekur ÍBV á móti Fram í 16. umferð Olísdeildar karla. ÍBV hefur yfirhöndina í leikjum liðanna til þessa í vetur, unnu heimaleikinn í 1. umferð 30:25 og útileikinn í 2. umferð 18:22. Staðan í deildinni er þannig Haukar eru efstir með 23 stig, ÍBV er í öðru með 20, Valur í þriðja með 17, Fram og ÍR eru jöfn með 16 stig og FH er með 10. Akureyri er svo í 7. sæti með 10 stig og HK langneðst með 3. Sigur í kvöld myndi því koma ÍBV í ansi vænlega stöðu í baráttunni um fjögur efstu sætin en fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn.
�?llu verður til tjaldað í kvöld. Grímur kokkur mun bjóða upp á humarsúpu klukkan 19:00 í fundarsal Íþróttamiðstöðvarinnar en þangað mæta Gunnar Magnússon og Arnar Pétursson, þjálfarar ÍBV og fara yfir komandi átök. Hvíti riddarinn verður á sínum stað og spurning hvort Stalla-Hú láti sjá sig til að styðja við bakið á þeim. Eitt er víst, það verður allavega stemmning í Höllinni og Framarar ekki öfundsverðir af því að sækja ÍBV heim um þessar mundir.