Hljómsveitin Logar verður 50 ára í ár, var stofnuð árið 1964. Upphaflegir hljómsveitarmeðlimir voru Grétar Skaptason, Helgi Hermannsson, Henry A. Erlendsson, Hörður Sigmundsson og �?orgeir Guðmundsson. Árið 1967 gekk Hermann Ingi Hermannsson til liðs við sveitina.
Sveitin náði strax miklum vinsældum í Vestmannaeyjum og spilaði um hverja helgi í Samkomuhúsinu, þar sem nú er Hvítasunnukirkjan. Auk þess sem dansleikir voru stundum haldnir á virkum dögum. Vinsældir sveitarinnar bárust fljótlega til fastalandsins og árið 1974 rokseldu Logar hljómplötuna Minning um mann.
Á fertugsafmæli hljómsveitarinnar árið 2004 var hljómsveitinni veitt gullplata því platan Minning um mann seldist í 18 þúsund eintökum.
Í tilefni af 50 ára afmælinu ætla Logarnir að snúa á fornar slóðir og halda tónleika og létta sögustund í Hvítasunnukirkjunni, sem svo margir eiga ljúfar minningar frá árum áður. Tónleikarnir verða á föstudeginum í goslokum það verður frítt inn í boði Coca Cola.