Aðsókn að Eldheimum hefur verið mjög góð, nærri 5000 þúsund manns hafa sótt safnið frá opnun þess. Kristín Jóhannsdóttir, forstöðumaður, segir að aðsóknin sé yfir væntingum og hún segir stefnt að því að gera enn betur. Unnið sé að því að kynna safnið víða, svo sem hjá ferðaþjónstuaðilum og það eigi eftir að skila sér. – Fólk upplifir Eldheima mjög sterkt, og margir sem Eyjafrettir hafa heyrt í segjast hafa tárast af upplifun sinni þegar það hefur farið í gegnum safnið.
Eldheimar er frábærlega vel heppnað safn og hverrar krónu virði og þegar Surtseyjarstofu verður komin þangað einnig, verður hægt að sjá og upplifa einhverja stærstu atburði Íslandsssögunnar á einum stað.
Sýndarveröldin og margmiðlunin sem notuð er á safninu hefur slegið í gegn. Gestir safnsins fá heyrnartól og app sem leiðir þá um safnið, einstök upplifun og áhrifaríkt. Hér er kynningarmyndbandið um sjálfvirku leiðsögnina í Eldheimum.