Áttu ekki möguleika gegn Stjörnunni
Kvennalið ÍBV átti ekki möguleika gegn Stjörnunni þegar liðin áttust við í Garðabæ í gær en lokatölur urðu 4:0. Leikurinn var reyndar í þokkalegu jafnvægi fyrsta hálftímann en eftir að Íslandsmeistararnir komust yfir, þá var einhvern veginn aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi. Umdeilt atvik átti sér stað í stöðunni 0:0 en þá virtist boltinn fara í hönd varnarmanns Stjörnunnar inn í vítateig og hefði verið fróðlegt að vita hvað hefði gerst, ef ÍBV hefði komist yfir í leiknum. En ekki verður horft framhjá því að Stjörnuliðið er besta lið landsins og hafa verið það síðustu tvö ár. Íslandsmeistaratitillinn bíður þeirra enda er Stjarnan með átta stiga forskot á toppi deildarinnar.
ÍBV siglir þokkalega lygnan sjó en er þó í neðri hluta deildarinnar. Tapið í gær var það fjórða í röð hjá ÍBV en það er ljóst að Eyjaliðið er ekki að fara blanda sér í baráttuna um efstu fjögur sætin. ÍBV er með sex stiga forskot á Aftureldingu, sem er í fallsæti en ÍA er neðst með eitt stig. �?essi tvö lið munu að öllum líkindum falla, hugsanlega gæti Aftuelding haft sætaskipti við FH en það verður að teljast ólíklegt.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.