Vilja Baldur og Víking í siglingar í Landeyjahöfn
Samgöngumál voru tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær en í bókun um málið kemur fram að bæjarstjórn hvetji samgönguyfirvöld að skoða af fullri alvöru þann möguleika að nýta Baldur og farþegaferjuna Víking til siglinga í Landeyjahöfn, samhliða siglingum Herjólfs í �?orlákshöfn.
�??Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur þunga áherslu á að tafarlaust verði bætt við ferðum í áætlun Herjólfs bæði í sumar og vetraráætlun skipsins. Álagið á ferjuna er mikið og fullbókað í ferðir nánast alla daga. �?á hvetur bæjarstjórn samgönguyfirvöld til að skoða af fullri alvöru þann möguleika að nýta Baldur og farþegaferjuna Viking til siglinga í Landeyjahöfn samhliða siglingum Herjólfs í �?orlákshöfn. Samfélagið í Eyjum þolir illa þá gríðarlegu röskun sem verður óhjákvæmilega þegar höfnin í Landeyjahöfn lokast. Sigling til �?orlákshafnar verður aldrei annað en hjáleið. Að lokum ítrekar bæjarstjórn það sem áður hefur komið fram um mikilvægi þess að áfram verði haldið að þróa höfnina og gera breytingar á henni samhliða smíði á nýrri ferju,�?? segir í bókun bæjarstjórnar.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.