Samgöngumál voru tekin fyrir á fundi bæjarstjórnar í gær en í bókun um málið kemur fram að bæjarstjórn hvetji samgönguyfirvöld að skoða af fullri alvöru þann möguleika að nýta Baldur og farþegaferjuna Víking til siglinga í Landeyjahöfn, samhliða siglingum Herjólfs í �?orlákshöfn.
�??Bæjarstjórn Vestmannaeyja leggur þunga áherslu á að tafarlaust verði bætt við ferðum í áætlun Herjólfs bæði í sumar og vetraráætlun skipsins. Álagið á ferjuna er mikið og fullbókað í ferðir nánast alla daga. �?á hvetur bæjarstjórn samgönguyfirvöld til að skoða af fullri alvöru þann möguleika að nýta Baldur og farþegaferjuna Viking til siglinga í Landeyjahöfn samhliða siglingum Herjólfs í �?orlákshöfn. Samfélagið í Eyjum þolir illa þá gríðarlegu röskun sem verður óhjákvæmilega þegar höfnin í Landeyjahöfn lokast. Sigling til �?orlákshafnar verður aldrei annað en hjáleið. Að lokum ítrekar bæjarstjórn það sem áður hefur komið fram um mikilvægi þess að áfram verði haldið að þróa höfnina og gera breytingar á henni samhliða smíði á nýrri ferju,�?? segir í bókun bæjarstjórnar.