KFS öruggt í úrslit
Í gær var leikið í B-riðli 4. deildar karla en KFS hefur verið á toppi riðilsins í allt sumar. Eyjamenn léku reyndar ekki í gær en úrslit annarra leikja varð til þess að KFS er nú öruggt um að komast í úrslitakeppni 4. deildar en tvö efstu lið riðilsins fara þangað. Hjalti Kristjánsson, þjálfari og framkvæmdastjóri KFS sagði í samtali við Eyjafréttir að markmiðið hefði verið að komast í úrslit. �??En ég átti aldrei von á því að ná því markmiði fyrir þjóðhátíð. En við ætlum að gera enn betur og tryggja okkur efsta sætið, sem er ekki enn tryggt. Við spilum næst laugardaginn gegn Stál-úlfi á heimavelli og sigur þar tryggir okkur efsta sæti riðilsins. �?að er mikilvægt upp á framhaldið, því þá fáum við auðveldari anstæðing í fyrstu umferð 8-liða úrslita og auk þess er seinni leikurinn þá heimaleikur.�??
KFS hefur sýnt fádæma yfirburði í riðlinum. �?ú ert með mjög sterkt lið í höndunum?
�??Já, já en ég hef áður verið með sterk lið en liðið nú er mjög samhent. �?að var stórkostlegt að fá Tryggva (Guðmundsson) og Gaut (�?orvarðarson), þeir hafa verið frábærir og aðrir leikmenn hafa staðið sig mjög vel. �?að er í raun og veru ekki veik staða á vellinum en auk þess erum við með sterkan kjarna leikmanna, sjö til átta menn, sem spila alla leikmenn. �?g hef oft þurft að nota marga leikmenn yfir sumarið og í sumar eru leikmenn að detta inn í hópinn sem varamenn en annars er ég alltaf með þennan kjarna. �?að hjálpar okkur mikið,�?? sagði Hjalti.
Eins og áður sagði er næsti leikur liðsins á laugardaginn 9. ágúst í Eyjum en þá taka Eyjamenn á móti Stál-úlfi. �?að verður enginn svikinn af því að mæta á völlinn hjá KFS enda hefur liðið skorað 46 mörk í sumar í 11 leikjum, eða rúmlega fjögur mörk í leik. KFS hefur jafnframt unnið 10 af þessum 11 leikjum en einum leik lauk með jafntefli.

Nýjustu fréttir

Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.